Línubátur með 500 milljón króna aflaverðmæti

Línubáturinn Sandfell sem gerður er út frá Fáskrúðsfirði er komin með aflaverðmæti upp á 500 milljónir kr. á þessu ári.

Fjallað er um málið á vefsíðu Loðnuvinnslunnar. Þar kemur fram að báturinn hafi komið með 2.000 tonna afla að landi frá áramótum. Í tilefni þessa var áhöfninni færð kaka um borð. Raunar var skipstjórinn einn um borð þegar kakan kom.

„Strákarnir voru að sinna verkefnum annars staðar og ég þurfti að taka á mig að geyma kökuna þangað til þeir komu til baka” segir Rafn Árnason skipstjóri Sandfells í samtali á vefsíðunni og bætir því við að kakan hefði verið afar góð.

Aðspurður um hverju þennan frábæra árangur væri að þakka segir Rafn það vera m.a. vera margir túrar, frábær beita og góðar áhafnir

Á Sandfelli er tvímennt það er tvær fjögurra manna áhafnir sem vinna hvor tvær vikur í senn.

Mynd: Loðnuvinnslan.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.