Líkamsárás á Reyðarfirði

Lögreglan á Austurlandi rannsakar líkamsárás í heimahúsi á Reyðarfirði um síðustu helgi. Málið telst að mestu upplýst.

Karlmaður réðist á konu á heimili hennar á Reyðarfirði um síðustu helgi. Konan hlaut meiðsli en ekki alvarleg.

Gerandinn var farinn af staðnum þegar lögregla kom á svæðið en haft var uppi á honum skömmu síðar. Málið er til skoðunar hjá lögreglunni á Austurlandi en þær upplýsingar fengust þar í morgun að málsatvik lægju að mestu leyti ljós fyrir.

Lögreglan beinir þeim tilmælum að sýna aðgát við ferð á fjallvegum í kvöld. Nokkuð hlýtt er í veðri eystra og bráð en afar hált gæti orðið í kvöld og um helgina eftir að frystir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar