Lést í náttúrulaug í Laugarvalladal
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 21. ágú 2023 10:43 • Uppfært 21. ágú 2023 10:45
Karlmaður á fertugsaldri lést í gærmorgun í náttúrulaug með heitu vatni í Laugarvalladal.
Tilkynning um atvikið barst lögreglunni á Austurlandi í gærmorgunn. Maðurinn hafði verið á ferð ásamt fleira fólki en sat áfram í pottinum þegar fólkið fór að sofa. Það kom að honum látnum um morguninn.
Lögregla rannsakar orsök andlátsins en talið er að um veikindi hafi verið að ræða. Beðið er niðurstöðu krufningar.
Laugarvalladalur er um 20 km norðaustur af Kárahnjúkum. Þar er heitur lækur sem fellur í litlum fossi fram af kletti og niður í náttúrulaugar. Vinsælt er baða sig undir fossinum og laugunum þar við.
Úr Laugarvalladal. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.