Leitað að bíl eftir innbrot á Reyðarfirði

Lögreglan á Austurlandi lýsir eftir litlum sendiferðabíl með númerið KSA93 eftir innbrot á Reyðarfirði aðfaranótt miðvikudags.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var brotist inn í verslunina Djáknann á Reyðarfirði, sem opnaði í byrjun nóvember í gömlu Shell-stöðinni.

Farið var inn um bakdyr og tekið talsvert af verðmætum auk bílsins.

Hann er tíu ára gamall, dökkblár á litinn af gerðinni Fort Transit Connect með númerið KSA93.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir bílsins eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Austurlandi í síma 444-0630 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.