Leita nafns á óstofnað félag í Fjarðabyggð

Megin íþróttafélögin í Fjarðabyggð hafa ákveðið að sameina enn frekar krafta sína á sviði knattspyrnu og leita nú aðstoðar íbúa sveitarfélagsins við að finna nafn á óstofnað félag.


Þetta kemur fram á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir að nafnið skal endurspegla metnað, sameiningarafl og heiðarleika.  Það skal vera þjált í munni, auðvelt til hvatningar og standast íslenskar málvenjur.

Hægt er að senda inn tillögur á hlekk á vefsíðunni.

Vinningstillagan fær vegleg verðlaun:
1. Inneignarkort hjá Veiðiflugunni
2. Árskort í sund og rækt hjá Fjarðabyggð.
3. Inneignarkort frá Sparisjóði Austurlands.
4. Þriggja rétta kvöldverð fyrir tvo á veitingastaðnum Hótel Bláfelli.
5. Gistingu fyrir tvo á Hótel Breiðdalsvík
6. Gjafabréf frá Austurnudd.

Tekið verður við tillögum til og með 30. janúar 2022.

Mynd: fjardabyggd.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.