Orkumálinn 2024

Leita eftir landeigendum í samstarf um kolefnisverkefni

Austfirskt nýsköpunarverkefni, Yggdrasill Carbon, leitar nú að landeigendum og skógareigendum sem vilja nýta land sitt til að búa til seljanlegar kolefniseiningar með alþjóðlegri vottun.


Tilgangur Yggdrasils Carbon er að stuðla að framgangi vottaðra kolefniseininga í verkefnum sem miða að minnkun kolefnislosunar, meðal annars með skógrækt og annarri nýtingu.

Fyrirtækið gerir samninga við skógarbændur og aðra landeigendur um kolefnisbindingu, leiðir kolefniseiningar í gegnum vottun og selur vottaðar kolefniseiningar á markaði eða beint til fyrirtækja sem vilja kolefnisjafna sig. Slíkt svarar ákalli fyrirtækja, bæði hérlendis og erlendis, sem vinna að því markmiði að verða kolefnishlutlaus árið 2040, að því er fram kemur í frétt frá Skógræktinni.

Eigendur félagsins eru Svisslendingurinn David Blumer, sem meðal annars á jarðirnar Arnaldsstaði í Fljótsdal og Eyri í Fáskrúðsfirði, Hilmar Gunnlaugsson, lögmaður á Egilsstöðum sem jafnframt er stjórnarformaður og sonur hans Kolbeinn Ísak Hilmarsson. Fáskrúðsfirðingurinn Björgvin Stefán Pétursson er framkvæmdastjóri og Ingibjörg Jónsdóttir, ráðgjafi á Egilsstöðum verkefnastjóri.

Starfsemi þess er hafin og óskar félagið nú eftir landeigendum í samstarfsverkefni um skógrækt til vottaðrar kolefnisbindingar. Leitað er að áhugasömum skógareigendum sem eru nú þegar í nýskógrækt og landeigendum sem vilja ráðast í nýskógrækt undir þeim formerkjum að binda kolefni og búa til vottaðar kolefniseiningar. Skógræktin er meðal samstarfsaðila þessa nýja nýsköpunarfyrirtækis.

Yggdrasil hefur opnað vef á slóðinni yggcarbon.com þar sem finna má nánari upplýsingar um það.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.