Leiðin að Páskahelli lokuð tímabundið

Mikill sjógangur ruddi nýverið burt stórum hluta jarðvegs neðan við stiga þann sem liggur niður að náttúruperlunni Páskahelli í Neskaupstað og er leiðin lokuð.

Samkvæmt upplýsingum frá Fjarðabyggð þarf að smíða nýjan stiga í stað þess gamla sem nú nær ekki lengur alveg niður og er því verki lokið.

Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvenær nýr stiginn verður settur upp og þessi vinsæla ferðamannaleið opnuð á nýjan leik. Málinu er þó hraðað eins og kostur er því stærsti ferðamannatími ársins er framundan og merkilegur hellirinn mikið sóttur á þeim tíma.

Páskahellir um margt merkilegur og ekki síður áhrifaríkur heimsóknar. Mynd Fjarðabyggð

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.