Orkumálinn 2024

Leggja til veg og bílastæði á Héraðssöndum

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings vill hafa samráð við forsvarsmenn Úthéraðsverkefnisins varðandi hugmyndir þess efnis að leggja góðan veg inn á Héraðssanda og byggja þar bílastæði.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs lagði þetta til í bókun nýverið en ástæðan eru ábendingar um að töluverð umferð ferðafólks sé til svæðisins sem eðli máls samkvæmt er afar viðkvæmt. Bæði er þetta sérstakt uppgræðslusvæði Landgræðslunnar og sömuleiðis alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði. Þá eiga margir selir þarna athvarf.

Í millitíðinni beinir heimastjórnin því til byggðaráðs Múlaþings að bæta merkingar til muna við þann slóða sem nú er til staðar og vegfarendur nota. Bæði þurfi að stýra umferðinni meira en gert er og loka eða takmarka umferð á meðan varptíma fugla stendur.

Héraðssandar í allri sinni dýrð. Mynd Jónas Hafþór Jónsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.