Laxfiskarnir fara helst ekki upp fyrir Lagarfoss

breidalsklakveidi_2_web.jpg
Aðgerðir til að auka göngu laxfiska upp fyrir Lagarfoss virðast litlu hafa skilað. Fiskarnir virðast helst ekki fara upp fyrir flúðirnar til að hrygna. 

Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn sem Veiðimálastofnun gerði fyrir Landsvirkjun á göngum merktra laxfiska í Lagarfljót. Markmiðið var að kanna hvert þeir fiskar færu sem ganga upp fyrir Lagarfoss um fiskstigann.

Árið 2010 gengu 84 fiskar um fiskstigann, 53 fóru upp hann og 31 niður. Mismunurinn er því 22 fiskar. Þeir voru færri árið 2011, 69 fiskar fóru alls um stigann, 45 og 24 niður. Flestir fiskanna eru á ferðinni í júlí.

Af þessum fiskum voru tuttugu urriðar og sjö laxar merktir með útvarpsmerkjum. Átta urriðanna komu fram á teljara við Egilsstaði, þar af fóru þrír þeirra ofar í fljótið til að hrygna, í Grímsá og Hrafnsgerðisá. 

Hinir urriðarnir níu hrygndu fyrir utan Egilsstaði, í Eyvindará, Rangá og við Strauma. Eini urriðinn sem var veiddur kom á stöng í Breiðdalsá í júlí í fyrra, ári eftir að hann var merktur.

Í niðurstöðum segir að talning fiska í stiganum staðfesti fyrri ályktanir um að göngur að aðeins sé að ræða fáa tugi fiska, nær eingöngu urriða. Betrumbætur á fiskvegi virðist því ekki hafa orðið til þess að laða fiskinn upp fyrir Lagarfljót.

Þá bendi rannsóknin einnig til þess að þverár fljótsins skipti máli fyrir sjóbirtinga sem um það ganga. Því sé mikilvægt að ganga vel um þverárar þannig að búsvæðum laxfiska sé ekki spillt eða aðgengi að hrygningarslóð og uppeldisstöðum hindrað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.