Laxarennan við Steinbogann tilbúin

steinbogi_fiskvegur1_web.jpg

Laxarennan við svonefndan Steinboga í Jökulsá á Dal er tilbúin og var opnuð fyrir verslunarmannahelgi. Laxar eru farnir að veiðast fyrir ofan bogann.

 

Fram kemur á vef veiðiþjónustunnar Strengja að veiði hafi gengið vel fyrstu dagana eftir opnun fiskrennunnar. Suma dagana hefur allt að helmingur laxanna veiðst ofan bogans.

Fiskvegurinn var gerður eftir framkvæmdaleyfi sem sveitarfélagið Fljótsdalshérað gaf út í fyrrahaust. Snemmsumars var sótt um breytingar á því þar sem fiskvegurinn yrði breikkaður en því var hafnað.

Framkvæmdin var umdeild og fóru landeigendur meðal annars fram á að útgefið framkvæmdaleyfið yrði afturkallað og vinna við veginn stöðvuð. Sveitarfélagið féllst ekki á það. Þá vísaði sýslumannsembættið á Seyðisfirði lögbannskröfu á framkvæmdina frá.

Veiði er hins vegar lokið í Jökulsánni í ár þar sem Hálslón er orðið fullt og jökulvatn farið að renna um yfirfall niður í farveg Jöklu. Lónið í ár fylltist fimm vikum fyrr en í fyrra. Bæði hefur sumarið nú verið hlýrra en í fyrra auk þess sem langt haust þýddi að staðan var hærri fyrri veturinn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.