Laufabrauðið seldist upp hjá Ránarkonum

Kvennadeild Slysavarnadeildarinnar Ránar á Seyðisfirði hélt hina árlegu laufabrauðssölu sína um helgina. Er skemmst frá því að segja að laufabrauðið seldist upp.

„Þetta gekk alveg ótrúlega vel hjá okkur í ár,“ segir Sólrún Friðbergsdóttir talskona deildarinnar. „Við vorum tíu talsins konurnar í deildinni sem stóðum í laufabrauðsbakstrinum að þessu sinni.“

Sem fyrr segir seldist laufabrauðið upp en alls voru 890 kökur í boði á 200 kr. stykkið eða samtals fyrir tæplega 180.000 króna.

Fram kemur í máli Sólrúnar að engir af körlunum í Rán hafi tekið þátt í bakstrinum enda þeir uppteknir við að byggja við húsnæði sitt. Nýbyggingin tryggir að allur tækjakostur deildarinnar geti verið innanhúss.

„Afraksturinn af laufabrauðssölunni verður notaður í þessa nýbyggingu þannig að við konurnar erum mjög ánægðar með útkomuna,“ segir Sólrún.

Kvennadeildin að störfum við laufabrauðsbaksturinn. Ljósmynd: Sunna Dögg Guðjónsdóttir.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.