Orkumálinn 2024

Langmesta kjörsóknin í Fljótsdal

Hlutfallslega besta kjörsóknin í forsetakosningunum á Austurlandi um síðustu helgi var í Fljótsdalshreppi. Lökust var hún hins vegar í Vopnafjarðarhreppi.

Þetta kemur fram í tölum frá yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis.

Besta kjörsóknin var sem fyrr segir í fámennasta sveitarfélaginu, Fljótsdalshreppi, þar sem 83,1% þeirra sem voru á kjörskrá kusu, eða 59 af 71. Lökust var kjörsóknin hins vegar á Vopnafirði, þar kusu 292 af 486 eða 60,1%.

Kjörsókn á Fljótsdalshéraði, Seyðisfirði og Borgarfirði náði yfir 70% en ekki í Fjarðabyggð og Djúpavogshreppi.

Meðalkjörsókn í austfirsku sveitarfélögunum var 68,2%, sem er aðeins minna en í kjördæminu í heild þar sem hún var um 69% en heldur meiri en á landsvísu sem var 66,9%. Guðni Th. Jóhannesson hlaut 93,4% atkvæða í kjördæminu en mótframbjóðandi hans, Guðmundur Franklín Jónsson, 6,6%.

Kjörsókn á Austurlandi

Sveitarfélag Kjörskrá Kusu Kjörsókn
Vopnafjarðarhreppur 486 292 60,1%
Fljótsdalshreppur 71 59 83,1%
Fljótdalshérað 2573 1866 72,5%
Borgafjarðahreppur 94 66 70,2%
Seyðisfjarðakaupstaður 495 368 74,3%
Fjarðarbyggð 3324 2152 64,7%
Djúpavogshreppur 307 207 68,5%

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.