Langfæst Covid-19 smit á Austurlandi

Mikil fjölgun Covid-19 smita hefur verið hérlendis undanfarnar vikur og eru nú 1.304 í einangrun og 1.937 í sóttkví.


Flestir eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu eða 913 einstaklingar og 1282 í sóttkví. Næst á eftir kemur Suðurlandið þar sem 117 eru í einangrun og 270 í sóttkví.


Rétt eins og í öðrum bylgjum faraldursins hefur Austurland sloppið vel við smit og hafa nú langfæst smit greinst í fjórðungnum. Alls eru 7 í einangrun á Austurlandi og 15 í sóttkví. Nokkuð fjölgaði í sóttkví á Austurlandi í síðustu viku en lítið sem ekkert hefur bæst í þann hóp síðan.

 

Þau smit sem hafa greinst hjá bólusettum í landinu hafa verið mest hjá þeim sem fengu bóluefni frá Janssen og býðst þeim hópi að fá Pfizer á næstu dögum. Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi Almannavarna nú í hádeginu að það væri alfarið í höndum stjórnvalda hvernig brugðist verður við vaxandi smitum í landinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.