Orkumálinn 2024

Landsbankinn sækir að Lífsvali: Vill fjórar eignir í Hornafirði á uppboð

landsbankinn_logo.jpgLandsbankinn hefur farið fram á að fjórar fasteignir í eigu Lífsvals ehf. í sveitarfélaginu Hornafirði verði settar á nauðungauppboð. 

 

Eignirnar eru allar á Mýrunum. Um er að ræða Flatey, jörð og lóð, Haukafell og Kyljuholt. Kröfur Landsbankans í hverja eign nema 562.094.347 krónum. Líklegt er að kröfurnar séu allar á sama veðbréfinu,

Jarðirnar  rétt vestan við Hornafjarðarfljót. Flatey er ein stærsta jörðin á Mýrunum en Kyljuholt með þeim minni.

Landsbankinn hefur sömuleiðis gert kröfu um að jörðin Barkarstaðir í Húnaþingi vestra verði sett á uppboð. Krafan í þá jörð er upp á 562.216.622 krónur. Samanlagðar kröfur gera því rúmum milljarði króna.

Lífsval lagði á sínum tíma áherslu á að kaupa íslenskar bújarðir með kvóta eða vatnsréttindum. Verulega hefur fjarað undan fyrirtækinu eftir hrun og á Landsbankinn töluverðan hlut í því. Um tíma átti fyrirtækið um 40% af mjólkurkvóta landsins.

Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var voru kröfurnar í eignirnar í Hornafirði lagðar saman sem hver á sínu veðbréfi. Það mun hafa verið rangt. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.