Lagt til að veiðikvóti hreindýra á næsta ári verði 938 dýr

Lagt er til af hálfu Náttúrustofu Austurlands að veiðikvóti á hreindýrum á næsta ári verði 938 dýr. Það er 9 prósenta fækkun frá kvóta yfirstandandi árs.

Eins og Austurfrétt hefur áður greint frá komu hreindýratalningar þessa árs mönnum í opna skjöldu því dýrin reyndust mun færri en talningar síðasta árs gáfu tilefni til. Líklegt talið að fækkun hafi orðið á stofninum hér austanlands þvert á það sem stefnt var að með kvótatillögum fyrir yfirstandandi ár. Af því leiðir kvótafækkun milli ára en gert er ráð fyrir veiðum á 501 kúm og 437 törfum samkvæmt fyrstu tillögu.

Kvótatillagan þó ekki negld í stein að svo stöddu því Náttúrustofa Austurlands hefur opnað fyrir samráðsferli, líkt og fyrir ári síðan, þar sem óskað verður rökstuddra athugasemda eða tillagna frá almenningi, félögum og stofnunum áður en kvótinn verður ákveðinn endanlega þann 1. desember.

Náttúrustofnun tekur fram að ef síðar komi í ljós að fjöldi dýra í stofninum sé vanmetinn sé auðvelt að bregðast við því og stækka kvótann með tilliti til nýrra upplýsinga.

Allir sem áhuga hafa að senda inn tillögur eða athugasemdir verða að gera það skriflega og senda Náttúrustofu Austurlands.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.