Ólafur hættur sem bæjarstjóri: Fleiri verða að axla ábyrgð

oli_hr_sig_sfk.jpgÓlafur Hr. Sigurðsson sagði af sér sem bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar á fundi bæjarráðs í gærkvöldi. Hann segist með þessu axla ábyrgð á vondri niðurstöðu á seinasta fjárhagsári. Hann njóti heldur ekki fulls trausts meirihlutans.

 

„Ég hélt að þetta liti ekki eins illa út eins og raun ber vitni. Ég axla því ábyrgð á mínum hlut en það verða aðrir að axla ábyrgð á ákveðnum hlutum þarna sem ekki er hægt að hlaupast frá,“ sagði Ólafur í samtali við Austurgluggann í dag.

Hann sagði uppsögnina eiga sér nokkurra vikna aðdraganda þótt atburðir seinustu daga hefðu fyllt mælirinn. Ólafur segir honum hafi ekki verið „bolað út“ og „engin óvild sé í gangi.

Hlutirnir gengu bara ekki eins og ég vildi að þeir gengju og mér fannst ég ekki njóta þess trausts sem ég þarf frá þessum hópi (bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins). Þó svo að ég njóti trausts mjög stórs hluta bæjarbúa þá dugði það mér einfaldlega ekki því þetta var fólkið sem stillti mér upp sem bæjarstjóraefnið en standa svo ekki heil við bakið á mér."

Ólafur hefur verið bæjarstjóri á Seyðisfirði í alls níu ár en í kosningunum 2006 var hann boðinn fram sem bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins og var á framboðslistanum. Hann var ekki í framboði í fyrra en var endurráðinn bæjarstjóri þegar nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var myndaður. Arnbjörg Sveinsdóttir, fyrrverandi þingmaður, leiddi þá listann og situr sem forseti bæjarstjórnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.