Kynningarfundur Vina Vatnajökuls

bruarjokull.jpg
Kynningafundur Vina Vatnajökuls – hollvinasamtaka Vatnajökulsþjóðgarðs verður haldinn í fundarsal Gistihússins á Egilsstöðum miðvikudaginn 12. september klukkan 16:00.

Vinir Vatnajökuls eru félagasamtök sem vinna meðal annars að því að afla fjár til að styðja við rannsóknir, kynningar- og fræðslustarf um Vatnajökulsþjóðgarð með það að markmiði að auka þekkingu almennings og stuðla að því að sem flestir geti notið náttúru þjóðgarðsins. Samtökin reyna einnig að stuðla að uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs í samráði við stjórn þjóðgarðsins og með samstarfi við hagsmunaaðila, innlenda og erlenda, efla fræðslu og rannsóknir í Vatnajökulsþjóðgarði og næsta umhverfi hans, beita áhrifum sínum til að efla samkennd um mikilvægi Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir nærliggjandi byggðir og alla landsmenn., efla skilning umheimsins á mikilvægi Vatnajökulsþjóðgarðs og einstakri náttúru hans á heimsvísu og styrkja verkefni sem stuðla að samspili Vatnajökulsþjóðgarðs og samfélagsins. 
 
Vinirnir óska nú í þriðja sinn eftir styrkumsóknum. Umsóknarfrestur stendur til 30. september 2012
 
Við styrkveitingar vilja Vinirnir setja í forgang verkefni sem stuðla að:
Aukinni þekkingu almennings á náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs
Samspili byggðarlaga innan þjóðgarðsins
Aukinni fræðslu og rannsóknum í Vatnajökulsþjóðgarði og grenndarsamfélagi hans
Samspili útivistar, menningar og Vatnajökulsþjóðgarðs
Tengslum barna og unglinga við náttúruna
Auknum skilningi umheimsins á mikilvægi Vatnajökulsþjóðgarðs og einstakri náttúru hans á heimsvísu
Eflingu samkenndar um mikilvægi Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir nærliggjandi byggðir og alla landsmenn
Sjálfbærri ferðaþjónustu
 
Sjá nánar á vefsíðu samtakanna www.vinirvatnajokuls.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.