Kynna umhverfismatsskýrslu vegna Fjarðarheiðarganga

Skipulagsstofnun hefur nú lagt umhverfissmatsskýrslu Vegagerðarinnar vegna fyrirhugaðra Fjarðarheiðarganga í formlega kynningu og getur hver sem er gert athugasemdir fram til 5. júlí.

Sem kunnugt er sýnist sitt hverjum um vegstæði bæði ganganna sjálfra en ekki síður vegstæðin bæði Seyðisfjarðar- og Egilsstaðamegin og var þetta eitt þeirra atriða sem deilt var um í kosningabaráttunni í nýafstöðum sveitarstjórnarkosningum. Það hins vegar reynst þrautin þyngri fyrir almenning hingað til að átta sig fullkomnlega á hvaða afstöðu Vegagerðin hefur tekið til hinna ýmsu kosta til að taka afstöðu enda þessar upplýsingar ekki legið fyrir áður.

Nú er hins vegar hægt að lesa sér til um nákvæmlega hvaða rökstuðning Vegagerðin hefur fyrir hinum og þessum vegkostum og í kjölfarið gera athugasemdir. Skýrsluna má finna hér í stafrænu formi en hana einnig hægt að nálgast á skrifstofu Múlaþings og hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík.

Hvar skal vegurinn liggja? Hægt er nú að kynna sér í þaula hvers vegna Vegagerðin mælir með tilteknum vegkostum varðandi komandi Fjarðarheiðargöng.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.