Kynna sér aðlögun aðfluttra og innflytjenda á Austurlandi

„Það má segja að þetta hafi meira verið kynning á verkefninu og samtal við gesti heldur en að kynna niðurstöður enda rannsókninni ekki lokið og eftir á að greina allt sem við erum komin með,“ segir Unnur Dís Skaptadóttir, mannfræðingur hjá Háskóla Íslands.

Unnur Dís og tveir kollegar hennar, Anna Wojtynska og Pamela Innes, héldu nýverið erindi í Tónlistarmiðstöð Austurlands um vinnu sína að rannsókn sem ber heitið Aðlögun aðfluttra og innflytjenda í landsbyggðum á Íslandi. Að þessu sinni er sjónum beint að Austurlandi og dvelja þær þrjá mánuði í fjórðungnum meðan á rannsókninni stendur. Áður hefur sama teymi framkvæmt sams konar rannsóknir annars staðar á landinu með sama hætti.

Unnur var ófús að tjá sig um þær niðurstöður sem hugsanlega liggja fyrir að svo stöddu en júnímánuður er lokamánuður þessa verkefnis. Það gengur fyrst og fremst út á að taka viðtöl um reynslu Íslendinga og fólks af erlendum uppruna af aðlögun á hverjum stað fyrir sig. Sérstaklega er horft til þess hvaða samfélagsþættir hafa sérstaklega áhrif á reynslu innflytjenda.

„Þetta er heilmikið efni sem þarf að greina og bera saman við fyrri rannsóknir okkar. Við höfum svona grófa heildarmynd í kollinum en það ekkert sem ráð er að greina nákvæmlega frá fyrr en lengra verður komið fram á sumarið.“

Eiga aðfluttir auðvelt með að laga sig að fámennum samfélögum Austurlands? Rannsókn þriggja mannfræðinga leitar svara við því. Myndin tengist greininni ekki beint.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.