Kynna frumathugun ofanflóðavarna á Seyðisfirði

Frumathugun á mögulegum ofanflóðavörnum á svæðinu milli Dagmálalækjar og Búðarár á Seyðisfirði verður kynnt á íbúafundi í félagsheimilinu Herðubreið í dag.

„Við erum að kynna fyrirkomulag mögulegra varna. Það er búið að áætla hvað sé raunhæft og fýsilegt að gera, hverju slíkar varnir skili og hvernig hættumatslínur breytast með tilkomu þeirra,“ segir Hafsteinn Pálsson, starfsmaður Ofanflóðasjóðs.

Það verður Jón Haukur Steingrímsson, jarðvegsverkfræðingur hjá Eflu sem kynnir frumathugunina og Þórhildur Þórhallsdóttir mótvægisaðgerðir. Hafsteinn kynnir verkefnið og verður meðal þeirra sem svara spurningum á fundinum.

Hann bendir á að þótt frumathugunin sé nú tilbúin sé enn mikil vinna eftir. „Næstu skref eru mat á umhverfisáhrifum, skipulagsvinna, fullnaðarhönnun, gerð útboðsgagna og svo á eftir að fjármagna framkvæmdirnar.“

Fundurinn hefst klukkan 17:30.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.