Kvikmynd tekin upp á Borgarfirði keppir um verðlaun á stórri hátíð

Hjartasteinn, kvikmynd sem tekin var upp að stærstum hluta á Borgarfirði eystra síðastliðið haust, hefur verið valin í til keppni á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.

Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskri kvikmynd hlotnast sá heiður að vera valin til keppni á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, sem er ein allra virtasta kvikmyndahátíð heims. Hjartasteinn er ein af aðeins 12 kvikmyndum sem taka þátt í keppnisflokknum Venice Days í Feneyjum en aðstandendur hátt í þúsund mynda allstaðar að úr heiminum sóttust eftir þátttöku.

Hjartasteinn keppir um þrenn verðlaun í sínum flokki ásamt því að keppa um 100.000 dollara peningaverðlaun sem allar fyrstu myndir leikstjóra eiga möguleika á, þvert yfir alla flokka Feneyja hátíðarinnar.

Hjartasteinn gerist yfir sumar í litlu sjávarþorpi og fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina. Tökur fóru fram síðasta haust, einkum á Borgarfirði eystra en líka á Seyðisfirði, Vopnafirði og í Dyrhólaey.

Myndin verður heimsfrumsýnd á hátíðinni sem fer fram frá 31. ágúst til 10. september en stefnt er að því að frumsýna myndina á Íslandi síðar í haust.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.