Kross við Djúpavogskirkju í grenndarkynningu

Uppsetning á 2,9 metra háum krossi við Djúpavogskirkju verður sett í grenndarkynningu.


Heimastjórn Djúpavogs staðfesti á fundi sínum í síðasta mánuði bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings frá 24. mars um að fyrirhugaðar framkvæmdir við Djúpavogskirkju skyldu grenndarkynntar í samræmi við skipulagslög.

Fjallað er um málið á vefsíðu Múlaþings. Þar segir að bókun ráðsins gerir ráð fyrir því að arkitekt kirkjunnar verði umsagnaraðili áformanna en þau verði jafnframt kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins og íbúum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum.

“Framkvæmdin er tilkynningarskyld til byggingarfulltrúa og felur í sér uppsetningu á 2,9 m háum krossi á lóð kirkjunnar en hann er í sömu hlutföllum og kross við altari kirkjunnar,” segir á vefsíðunni.

“Krossinn verður festur á færanlegar undirstöður úr steypu (svokallaða dverga) svo auðvelt verði að færa hann ef til þess kemur. Krossinn verður jafnframt festur niður með fyrirferðalitlum stögum til að koma í veg fyrir að hann fjúki.”

Athugasemdum og ábendingum skal skila í síðasta lagi þann 7. maí 2021 í tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Jafnframt er unnt að óska eftir frekari upplýsingum á sama netfangi.

Mynd: mulathing.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.