Kröflulína 3 spennusett

Fyrir helgi var fyrsta lína nýrrar kynslóðar byggðalínu, Kröflulína 3, spennusett en línan fer í gegnum þrjú sveitarfélög: Skútustaðahrepp, Múlaþing og Fljótsdalshérað. Kröflulína 3 liggur að mestu samsíða Kröflulínu 2, frá tengivirki við Kröflustöð að tengivirkinu við Fljótsdalsstöð.

Byggðalína er meginflutningskerfi raforku í kringum landið, alls 925 km að lengd, en Kröflulína 3 er um 122 km. Næsti áfangi í nýrri byggðalínu er Hólasandslína 3 á milli Hólasands, nærri Kröflu, og til Akureyrar.


Langur aðdragandi var að Kröflulínu 3 en undirbúningur hennar hófst árið 2013 þegar matsáætlun var kynnt og samþykkt sama ár með athugasemdum Skipulagsstofnunar. Framkvæmdir hófust ekki fyrr en árið 2019 en slæmt veður og heimsfaraldur töfðu framkvæmdina nokkuð.


„Tilgangur með byggingu Kröflulínu 3 er að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi með betri samtengingu þessara landshluta og auka þannig öryggi raforkuafhendingar og gæði raforku til allra raforkunotenda. Framkvæmdin er mikilvægur hlekkur í styrkingu flutningskerfisins í heild þar sem um er að ræða mikilvæga styrkingu á milli framleiðslueininga á norðaustur- og austurhluta landsins […]Línan verður byggð fyrir 220 kV spennu og rekin á því spennustigi frá upphafi. Greining á þörf fyrir styrkingu raforkuflutningskerfisins næsta áratug var gerð í tengslum við gerð Kerfisáætlunar Landsnets 2014-2023. Þessi greining leiddi í ljós að styrking kerfisins á 132 kV spennustigi væri óraunhæf og að framtíð meginflutningskerfisins lægi á 220 kV spennustigi eða hærra,“ segir um Kröflulínu 3 á heimasíðu Landsnets.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.