Kristján Ólafur nýr yfirlögregluþjónn

Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn yfirlögregluþjónn við embætti lögreglustjórans á Austurlandi. Sex sóttu um starfið

Kristján Ólafur hefur starfað sem lögreglumaður frá árinu 1986, fyrst hjá lögreglunni í Hafnarfirði en síðan hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Hann var um tíma yfirmaður umferðardeildar síðarnefnda embættisins og er í hópi um tíu Íslendinga sem stundað hafa nám við lögregluháskóla bandarísku alríkislögreglunnar.

Kristján hefur störf á mánudag. Hann tekur við starfinu af Jónasi Wilhelmssyni sem verið hefur yfirlögregluþjónn frá árinu 2000. Jónas lét af störfum um síðustu mánaðarmót fyrir aldurs sakir.

Fimm einstaklingar í viðbót sóttu um stöðuna, þau voru:
Eiríkur Ragnarsson, lögreglumaður/lögfræðingur hjá ríkisskattstjóra.
Friðjón Pálmason, varðstjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
Hjalti Bergmar Axelsson, settur aðalvarðstjóri hjá lögreglustjóranum á Austurlandi
Sigríður Sigþórsdóttir, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum
Þórhallur Árnason, settur aðalvarðstjóri hjá lögreglustjóranum á Austurlandi

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar