Komu báti í vanda til bjargar

Hafbjörg NK, björgunarskip Landsbjargar í Neskaupstað var kallað út um miðnætti vegna báts sem hafði orðið rafmagnslaus. Nokkuð var um verkefni hjá austfirskum björgunarsveitum í óveðri á föstudag.

Björgunarsveitin var kölluð út á miðnætti með þeim skilaboðum að báturinn væri vélarvana austur af Barðsneshorni.

Fljótlega varð ljóst að báturinn var ekki vélarvana heldur rafmagnslaus að hluta og því án siglingartækja. Þær upplýsingar fengust hjá Landsbjörgu að aðgerðir hefðu gengið vel og fylgdi Hafbjörgin bátnum til hafnar í Neskaupstað þangað sem komið var klukkan rúmlega tvö.

Bæði sveitin í Neskaupstað og á Reyðarfirði voru kallaðar út á föstudag í miklu hvassviðri sem gekk yfir landið. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu voru flest verkefni vegna foktjóns á þessum stöðum en sveitirnar glímdu meðal annars við brotnar rúður og fjúkandi þakplötur auk þess sem eitt gróðurhús skemmdist í látunum.

Í Neskaupstað síðasta föstudag. Mynd: Hlynur Sveinsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.