Koma til móts við óskir starfsfólks með niðurfellingu leikskólagjalda

Fræðslunefnd Fjarðabyggðar leggur til að foreldrar barna í leikskólum sveitarfélagsins geti sótt um niðurfellingu skólagjalda á tilteknum tímum ársins. Þannig aukist sveigjanleiki sveitarfélagsins gagnvart óskum starfsmanna um frí og leyfi frá störfum.

Nefndin tók þetta fyrir á síðasta fundi sínum en ástæðan eru auknar óskir starfsfólks leikskólanna um leyfi eða frí frá störfum en þær óskir tengjast uppsöfnun réttinda vegna styttingar vinnuvikunnar.

Verði þetta samþykkt í bæjarráði Fjarðabyggðar eiga foreldrar barna á leikskólum að geta fengið niðurfellingu leikskólagjalda milli jóla og nýárs, í dymbilvikunni og meðan vetrarfrí standa yfir í grunnskólum. Vonast er til að foreldrar grípi tækifærið til að gefa börnum sínum frí yfir þessi tímabil. Enginn aukakostnaður verður af slíkri ráðstöfun að mati fræðslunefndarinnar fyrir sveitarfélagið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.