Klippikort á móttökustöðvum sorps

Múlaþing hefur kynnt breytt fyrirkomulag á móttökustöðvum sorps á Egilsstöðum og Djúpavogi frá og með deginum í dag, þar sem klippikort, eins og tíðkast hafa á Seyðisfirði, taka nú við af eldra fyrirkomulagi.

Fjallað er um málið á vefsíðu Múlaþings. Þar segir að klippikortin, sem veita heimild til losunar á gjaldskyldum úrgangi, er hægt að nálgast á móttökustöðvum á Djúpavogi, Egilsstöðum og Seyðisfirði. Eitt klippikort verður skráð á hvert heimilisfang en nánari upplýsingar er að finna í bæklingi sem nálgast má á vefsíðunni.

Fyrirkomulag á Borgarfirði eystri verður óbreytt frá því sem hefur verið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.