Kjörsókn fer hægt af stað á Borgarfirði eystri

Tuttugu manns höfðu kosið í sveitarstjórnarkosningunum á Borgarfirði eystri nú um hádegið að sögn Björns Aðalsteinssonar formanns kjörstjórnar.  Þrír gefa ekki kost á sér til setu í hreppsnefndinni.

fjarhus_jokulsa.jpgÁ kjörskrá eru 106 manns, 45 konur og 61 karl, svo þessi kjörsókn svarar til tæplega 20 %.  Kjörstaður á Borgarfirði verður opinn til klukkan 18:00 og úrslit ættu að liggja fyrir um klukkan 19:00 að sögn Björns.

Á Borgarfirði eystri er óhlutbundin kosning, allir atkvæðisbærir menn í hreppnum eru í kjöri, utan þriggja manna sem ekki gefa kost á sér.  Kjósandinn skrifar nöfn þeirra fimm manna sem hann vill sjá í hreppsnefnd auk fimm manna til vara.

Þrír menn gefa ekki kost á sér til setu í hreppsnefnd Borgarfjarðar eystri, þeir Magnús Þorsteinsson í Höfn, Þorsteinn Kristjánsson á Jökulsá og Karl Sveinsson frá Hvannstóði.   Reglur varðandi það hverjir geta beðist undan kjöri eru þær að viðkomandi getur beðist undan því að vera í kjöri jafn lengi og hann hefur setið í sveitarstjórn samtals.  Enginn af þessum þremur mönnum átti sæti i fráfarandi hreppsnefnd, allir þeir sem sátu í fráfarandi hreppsnefnd gefa kost á sér nú.

Til dæmis sat Magnús Þorsteinsson 36 ár í hreppsnefnd á Borgarfirði og var oddviti hreppsins til fjölda ára og var sveitarstjöri undir það síðasta. M getur því skorast undan kjöri í 36 ár eða 9 kosningar í röð. Ef tíðindamaður man rétt hætti Magnús í hreppsnefndinni fyrir 8 árum og á því inni 6 kosningar í viðbót sem hann getur skorast undan kjöri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.