Orkumálinn 2024

Kauptún á Vopnafirði fær 5,2 milljónir í styrk

Verslunin Kauptún á Vopnafirði hefur hlotið 5,2 milljónir kr. í styrk sem úthlutað er til verslana í strjálbýli.


Þetta kemur fram á vefsíðu Stjórnarráðsins. Þar segir að alls var úthlutað 12 miljónum kr. að þessu sinni til þriggja verslana. Auk Kauptúns eru þetta Hríseyjarbúðin (1 millj. kr.) og Verslun á Reykhólum (5,8 millj. kr.).

Á vefsíðunni segir m.a. að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024.

Markmið með framlögunum er að styðja verslun í skilgreindu strjálbýli fjarri stórum þjónustukjörnum, þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar. Framlögin eiga að bæta rekstur verslana og skjóta frekari stoðum undir hann, til dæmis með samspili við aðra þjónustu, breyttri uppsetningu í verslunum og bættri aðkomu.

Alls bárust fimm umsóknir og var sótt um samtals kr. 34,8 milljónir kr. fyrir árið 2021.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.