Katrín Júlíusdóttir: Markaðurinn verður að velja nýja orkugjafa

katrin_jul_samgongufundur_web.jpgKatrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, spáir því að 21. öldin verði öld endurnýtanlegra orkugjafa. Hún segir það ekki hins opinbera að velja einn orkugjafa fram yfir annan. Það verði markaðurinn að gera.

 

Þetta kom fram í máli Katrínar á málþingi um vistvæna kosti í samgöngumálum sem haldið var á Reyðarfirði fyrir skemmstu.

Í inngangsræðu sinni kynnti Katrín til sögunnar „Grænu orkuna“ sem er samráðsvettvangur hins opinbera og einkaaðila um endurnýtanlega orkugjafa.

„Okkar skylda er að skapa umhverfi þannig að einkafyrirtæki geti leitt „byltinguna.“ Það er ekki okkar að velja orkugjafa. Neytendamarkaðurinn verður að gera það. Mögulega verða margir ólíkir orkugjafar í boði. Því á ríkið ekki að ákveða heldur líta jafnt til allra,“ sagði Katrín.

Þótt það sé neytenda að velja verður hið opinbera að ganga á undan með góðu fordæmi. „Við getum markað okkur stefnu varðandi innkaup á visthæfum bifreiðum. Sveitarfélögin geta skilyrt lóðir undir fjölorkustöðvar og veitt forgang á akreinum. Orkuskiptaáætlunin verður sett í forgang í ráðuneytinu í vetur. 21. öldin verður öld endurnýjanlegra orkugjafa.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.