Karlakórinn Drífandi flaug með Iron Maiden þotunni

iron_maiden_express_kanada_egs_0004_web.jpgTónlistarbransinn tekur á sig ýmsar myndir. Á fimmtudag lágu leiðir karlakórs og þungarokks saman þegar karlakórinn Drífandi af Fljótsdalshéraði flaug til Kanada í flugvél merktri bresku rokksveitinni Iron Maiden.

 

Flugið var á vegum Iceland Express en flogið var beint frá Egilsstöðum til Winnipeg í Kanada með millilendingu í Keflavík. Þar var tekið eldsneyti en flugbrautin á Egilsstöðum mun vera of stutt til að vélin hefði getað farið þaðan fullhlaðin.

Meðlimir úr karlakórnum voru samt ekki einir um að fylla í vélina því margir Austfirðingar nýttu tækifærið til að heimsækja Íslendingaslóðir í Vesturheimi.

Þotan er frá Astreaus flugfélaginu sem flýgur fyrir Express. Þar starfar flugstjórinn Bruce Dickinson, sem jafnframt er söngvari Iron Maiden sem hefur verið á tónleikaferð um heiminn í ár. Bruce mun þó ekki hafa verið flugstjóri á fimmtudaginn þar sem Járnfrúin tryllti lýðinn á tónleikum í Manchester í Englandi það kvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.