Kannabisfaraldur gengur yfir landið

nesk_kannabis2_web.jpgHelga Margrét Guðmundsdóttir, ráðgjafi og fyrrverandi verkefnastjóri hjá samtökunum Heimili og skóli, gerði „þöglan faraldur kannabisefna“ yfir landið að umtalsefni í fyrirlestum sínum í Fjarðabyggð í seinustu viku.

 

Helga Margrét hélt þar þrjá fyrirlestra undir yfirskriftinni „Vitund og vakning meðal foreldra.“ Hún ræddi við foreldra um „hinn þögla faraldur kannabisefna sem fer um landið eins og eldur í sinu," en forvarnasamtök segja „ranghugmyndir um notkun efnanna hafa aukist."
nesk_kannabis1_web.jpg„Kannabisfaraldurinn hittir oft fyrir börn og ungmenni sem hvorki reykja né drekka og eru í alla staði til fyrirmyndar. Kannabis hefur verið markaðssett sem grænt og vænt og að það sé skaðlaus náttúruafurð sem ætti að lögleiða.

Upplýsingar um skaðsemi efnisins er erfiðara að nálgast bæði fyrir börn og foreldra og því er þessi mistúlkun á áhrifum efnisins oft það sem er ráðandi í huga ungmenna. Skaðsemi efnisins er þó ótvíræð og leiðir oft til þunglyndis og annarra alvarlegra geðsjúkdóma sem fylgja neytandanum oft alla ævi.

„Góð samskipti milli foreldra og barna skipta afar miklu máli þegar kemur að unglingsaldrinum og þau standa frammi fyrir nýjum og framandi aðstæðum. Það að tala við barnið af yfirvegun og þekkingu er tæki sem foreldrar geta beitt þegar slíkar aðstæður koma upp.“


Myndir: Margrét Helga kynnti efni frá Umboðsmanni barna fyrir Þóroddi Helgasyni, fræðslustjóra Fjarðabyggðar og Hilmari Sigurjónssyni, skólastjóra Grunnskóla Eskifjarðar. Mynd: Anna Margrét Sigurðardóttir

Frá fundi með foreldrum í safnaðarheimili Norðfjarðarkirkju. Mynd: Anna Margrét Sigurðardóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.