K og B mælast best á Vopnafirði

K-listi og B-listi njóta mestrar hylli á Vopnafirði. Þetta kemur fram í netkönnun vefmiðilsins Vopnafjordur.is . ImageSamkvæmt könnuninni fengi K-listinn 39,6% atkvæða en B-listinn 37,6%. Þessir tveir listar mynda núverandi meirihluta.

Framboð Nýs afls fær 8,9% og Sjálfstæðisflokkurinn 7,9%. Sex prósent ætla ekki að kjósa eða skila auðu.

101 hefur greitt atkvæði í kosningunni. Samkvæmt ströngustu reglum telst aðferðafræðin að baki henni afar hæpin og því óljóst hvort hún gefi nokkra vísbendingu um væntanleg úrslit.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.