Jólasnjórinn veldur ófærð

Tíma tekur að opna leiðina yfir Fagradal þar sem snjóflóð féll á veginn. Fannfergi veldur vandræðum eystra þannig að messum hefur verið frestað. Nokkur útköll voru hjá björgunarsveitum í gær.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er vonast til að leiðin yfir Fagradal opnist um klukkan þrjú í dag en þar þarf að moka snjóflóði af veginum. Aðrar helstu leiðir hafa verið opnaðar þótt víða til sveita sé þungfært.

Snjó kyngdi niður eystra í gær. Til að mynda innanbæjar á Reyðarfirði hefur verið töluvert um fasta bíla. Fjarðabyggð kappkostar við að halda stofnbrautum opnum en farið verður í aðrar leiðir þegar veðrið hefur gengið niður.

Messum á Egilsstöðum og Hjaltastað var frestað.

Nokkur útköll bárust austfirskum björgunarsveitum í gær. Ísólfur frá Seyðisfirði fór upp á Fjarðarheiði. Fólki úr jeppa, sem fastur var á heiðinni, var komið í skjól og þá sátu farartæki föst í Neðri-Staf. Í morgun aðstoðaði sveitin við flutning veiks einstaklings.

Á Vopnafirði valt bíll milli bæjarins og flugvallarins. Félagar úr Vopna fóru til aðstoðar og keyrðu fólkið heim til sín, það taldi sig ekki þurfa aðstoð læknis.

Frá Egilsstöðum á aðfangadag. Síðan hefur töluvert bæst við. Mynd: Hjalti Þorsteinsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.