Jódís hættir í sveitarstjórn

Jódís Skúladóttir, bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í sveitarstjórn Múlaþings hefur beðist lausnar frá setu í sveitarstjórn og öðrum nefndum. Jódís var kjörin á Alþingi í kosningunum fyrir rúmum mánuði.

Í stað Jódísar í bæjarstjórn kemur Borgfirðingurinn Helgi Hlynur Ásgrímsson. Hann tekur einnig sæti hennar sem áheyrnarfulltrúi í byggðaráði og heimastjórn Djúpavogs.

Kristín Sigurðardóttir verður aðalmaður í fjölskylduráði og Lára Vilbergsdóttir í byggingarnefnd menningarhúss. Heimastjórn Djúpavogs mun síðan skipa fulltrúa í stjórn Ríkharðshúss.

Jódís skipaði annað sætið á lista VG í Alþingiskosningunum þann 25. september síðastliðinn. Hún var kjörin á þing sem jöfnunarmaður í Norðausturkjördæmi. Nýliðar á þingi hafa fengið kynningu á störfum þingsins þótt ekki sé búið að staðfesta úrslitin að fullu vegna ágalla á vörslu atkvæða og talningu í Norðvesturkjördæmi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.