Jódís gefur kost á sér í annað sætið

Jódís Skúladóttir, lögfræðingur og sveitastjórnarfulltrúi í Múlaþingi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sætið á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Múlaþingi.

„Eftir framúrskarandi samstarf við mitt fólk í Múlaþingi undanfarið ár og þann góða stuðning sem ég hef fundið úr samfélaginu undanfarin misseri var ákvörðunin auðveld. Reynsla mín úr stjórnsýslunni er víðtæk og innkoma mín í stjórnmál á sveitarstjórnarstigi hefur verið afar ánægjuleg,“ segir Jódís í tilkynningu.

„Ég hef trú á því að ég sé að svara kalli um ferska vinda, nýliðun og sterka rödd fyrir allt kjördæmið og landið allt. Málefnin eru númer eitt og hef ég lagt mig fram við að standa vörð um þau. Jafnrétti, umhverfisvernd, sjálfbærni og nýsköpun svo fátt eitt sé nefnt.

Ég hlakka til að takast á við næstu vikur, fylgja sannfæringu minni og köllun hjartans og vinna fyrir fólk úr öllum stigum samfélagsins að okkar góðu málefnum,“ segir hún.

Flokkurinn mun halda forval til að velja á framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar í september. Framboðsfrestur rennur út á miðnætti á laugardag. Kjörfundur verður svo haldinn með rafrænum hætti 13. – 15. febrúar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.