Jónas Sig og Ómar Guðjóns á ferð um Austurland

jonas_sig_bogginn_0001_web.jpg
Tónlistarmennirnir Jónas Sigurðsson og Ómar Guðjónsson eru á ferð um landið og heimsækja Austurland í vikunni. Tvennir tónleikar eru þegar búnir.

Jónas og Ómar spiluðu á Vopnafirði í fyrrakvöld og á Eskifirði í gærkvöldi. Í kvöld spila þeir í Herðubreið á Seyðisfirði, annað kvöld verða þeir í Sláturhúsinu á Egilsstöðum og í Fjarðarborg á Borgarfirði á laugardagskvöld. Allir tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

Þá troða þeir upp í hádeginu á morgun í N1 á Egilsstöðum. Síðustu tónleikarnir á svæðinu verða í Löngubúð á Djúpavogi klukkan 13:00 á sunnudag og á Höfn um kvöldið.

Óskar og Jónas halda fjórtán tónleika á fjórtán dögum. Þeir lögðu af stað á húsbíl en skiptu fljótt yfir á jeppa í vetrarfærðinni. Heimamenn hafa komið fram með þeim á tónleikunum. Á Ísafirði var það Mugison og þá hafa ljóðskáld einnig bæst í hópinn á sumum stöðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.