Orkumálinn 2024

Jóhanna Sig: Samvinna Austfirðinga verður vonandi öðrum landshlutum fyrirmynd

johanna_sig_austurbru_web.jpg

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir sameiningu austfirskra stoðstofnana í eina stofnun, Austurbrú, lofsvert framtak sem vonandi verði öðrum til eftirbreytni. Hún spáir því að stofnunin auki hagræði og einfaldi viðskipti austfirskra sveitarfélaga við ríkið.

 

„Austfirðingar eiga hrós skilið fyrir þá vinnu sem þeir hafa unnið undanfarin fjögur ár. Það er ekki sjálfgefið að ná saman um þverfaglegan samstarfsvettvang sem styrkir nýsköpun og samfélag. Að vinna að þessu er lofsvert,“ sagði Jóhanna í ávarpi sínu á stofnfundi Austurbrúar á Reyðarfirði í fyrradag.

„Austurbrú er mikilvægur hlekkur í einfaldari samskiptum sveitarfélaga og ríkisins og getur vonandi orðið að fyrirmynd í öðrum landshlutum.“

Jóhanna sagði núverandi ríkisstjórn hafa lagt áherslu á eflingu sveitarstjórnarstigsins. Málefni fatlaðra og tónlistarkennsla hefðu færst til sveitarfélaganna og umönnun aldraðra og hluti heilsugæslu myndu trúlega gera það fyrir lok kjörtímabilsins.

„Ríkið á ekki að vera hrætt við að fela landshlutasamtökum og sveitarfélögum aðkomu að ákvarðanatöku, heldur þvert á móti.“

Jóhanna spáir því að tilurð Austurbrúar leiði til skilvirkni og hagræðingar fyrir sveitarfélögin og enn betri ríkis og sveitarfélaga. „Það er ánægjulegt að taka þátt í þessum merka atburði.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.