Jens Garðar leiðir sjálfstæðismenn í Fjarðabyggð

Jens Harðar Helgason,bæjarfulltrúi, leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Valdimar O. Hermannsson, oddviti listans undanfarin fjögur ár, er í öðru sæti.

 

ImageÍ átta efstu sætunum verða:

1. Jens Garðar Helgason
2. Valdimar O.Hermannsson
3. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir
4. Sævar Guðjónsson
5. Óskar Hallgrímsson
6. Þórður Vilberg Guðmundsson
7. Guðlaug D. Andrésdóttir
8. Borghildur H. Stefánsdóttir

Skoðanakönnun um uppröðun frambjóðenda fór fram meðal flokksmanna dagana 23. febrúar til 3. mars sl. 217 manns tóku þátt og var þáttaka því 63%. Uppstillingarnefnd gerði það að tillögu sinni að niðurstaða könnunarinnar skyldi standa óbreytt og var tillagan samþykkt einróma.

Framboðslisti sjálfstæðisfélaganna í Fjarðabyggð í heild sinni verður lagður fram til samþykktar næstkomandi laugardag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.