Þjóðarvettvangur um Icesave á Austurlandi

Fundur á vegum Þjóðarvettvangs um Icesave málið verður haldinn á Reyðarfirði á laugardag. Á fundinum verða gildin réttlæti, virðing og heiðarleiki ræddi í tengslum við málið.

 

thjodarvettvangur.jpgFyrirkomulagið er ekki ósvipað þjóðfundafyrirkomulaginu sem reynt var fyrr í vetur. Fundargestir setjast niður saman í smáum hópum og kemur sér niður á sameiginlega setningu.

Á vefnum www.thjodarvettvangur.is er handbók með leiðbeiningum til að fólk geti sest niður saman í heimahúsum, félagahópum og/eða starfsmannahópum og haldið sína eigin fundi. Þar eru einnig komnar inn setningar frá vettvangsfundum um seinustu helgi.

Fundurinn verður í húsnæði Þekkingarnets Austurlands, Búðareyri 1 frá klukkan 09:30 - 12:00 á laugardag.

Öll gögn verða áfram aðgengileg á heimasíðunni til frjálsrar notkunar. Aðstandendur fundaherferðarinnar vilja að vettvangurinn sé tiltækur fyrir sambærilega fundi þegar næsta stórmál komi upp.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.