Jafnréttisráðstefnu streymt á netinu í dag  

Í dag fer fram ráðstefnan Jafnréttismál á vinnustöðum. Ráðstefnan hefst kl. 12:45 í Hótel Valaskjálf og verður henni streymt á Facebook-síðu Austurfréttar.

 

 

Fyrirtækin þrjú sem standa fyrir ráðstefnunni eru Alcoa, Landsbankinn og Landsvirkjun. Öll hafa þessi fyrirtæki lagt mikla áherslu á jafnréttismál og munu fyrirlesarar fjalla um áherslur þeirra frá ýmsum hliðum. Einnig verða innlegg um jafnlaunavottun og Jafnréttisvísi Capacent. 

Meðal fyrirlesara eru Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans, Þorsteinn M. Víglundsson þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi jafnréttis- og félagsmálaráðherra, Guðný Björg Hauksdóttir framkvæmdastjóri mannauðs hjá Alcoa Fjarðaáli og Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunnar.

Sem fyrr segir verður hægt að fylgjast með ráðstefnunni í beinni útsendingu á Facebook-síðu Austurfréttar.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.