Jafnréttið vart meira en hjá Múlaþingi

Nýverið fékk Múlaþing, annað árið í röð, sérstaka viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fyrir jafna stöðu kynjanna í stjórnunarstöðum í sveitarfélaginu. Múlaþing langt yfir 40/60 kynjaviðmiðinu sem FKA notar.

Verðlaununum Jafnvægisvogin er ætlað að auka veg kvenna í atvinnulífi og stjórnsýslu og jafna þannig hlut kvenna í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum. Viðmiðið er að lágmarki 40% konur á móti 60% körlum.

Múlaþing gerir gott betur en það samkvæmt upplýsingum Austurfréttar. Kynjahlutfallið er hnífjafnt sé litið til æðstu stjórnenda og meðal millistjórnenda eru konurnar í miklum meirihluta eða 64% á móti 36% körlum.

Hlutföllin voru konum enn meira í hag á síðasta ári hjá sveitarfélaginu en með tilkomu Slökkviliðs Múlaþings undir hatt sveitarfélagsins um áramótin jöfnuðust hlutföll æðstu stjórnenda.

Á myndinni heldur Björn Ingimarsson, sveitarstjóri, uppi viðurkenningu vegna þessa. Mynd Múlaþing

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.