Ítreka beiðnir til rjúpnaveiðimanna um að halda sig heima

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands ítrekar hvatningu sína til Austfirðinga að leggjast ekki í ferðalög milli landshluta nema brýna nauðsyn beri til.

Í tilkynningu aðgerðastjórnar í dag er bent á að fjölgun smita á höfuðborgarsvæðinu sé skýr vísbending um að staðan sé enn mjög viðkvæm. Það sama sé að segja um smit sem upp hafi komið vegna ferðalaga milli landshluta.

Vegna þessa er meðal annars biðlað til rjúpnaveiðifólks, sem var að íhuga ferðir austur, að fara hvergi þetta árið heldur halda sig í heimabyggð.

Sem stendur er ekkert virkt Covid-19 smit á Austurlandi og aðeins einn einstaklingur í sóttkví.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.