Orkumálinn 2024

Íþróttamaður Fjarðabyggðar verður íþróttamanneskja Fjarðabyggðar

„Bæði er það að tími var til kominn á þessa nafnabreytingu úr maður í manneskja en þar sem íþrótta- og tómstundanefnd kýs íþróttamanneskju ársins var sökum forfalla illa hægt að kjósa á síðasta fundi og því var þessu frestað,“ segir Arndís Bára Pétursdóttir, formaður íþrótta- og tómstundanefndar Fjarðabyggðar.

Ákveðið hefur verið að eftirleiðis kallist íþróttamaður Fjarðabyggðar íþróttamanneskja Fjarðabyggðar í takt við tíðarandann en það eru nefndarmenn í íþrótta- og tómstundanefnd sem ákveða hvaða einstaklingar koma til greina og hver hlýtur hnossið hvert ár. Forföll margra aðalmanna á fundi nefndarinnar í vikunni kostaði að kosið verður á næsta fundi þann 23. janúar.

Þetta árið segir Arndís Bára að tilkynningin um hver verði fyrir valinu verði tilkynnt með formlegum hætti á sérstökum Fjölskyldudegi sem nefndin er að skipuleggja en þar hugmyndin að kynna starfsemi nefndarinnar fyrir íbúum sveitarfélagsins auk þess að tilkynna verðlaunahafa og veita þartilgerð verðlaun.

„Það reyndar ekki alveg komið á hreint hvenær við höldum Fjölskyldudaginn á þessu stigi en það verður innan tíðar og vel kynnt þegar þar að kemur. Það er spennandi fyrir okkur að kynna fyrir íbúum hvað íþrótta- og tómstundanefnd er að sýsla í þágu almennings og sérstakur fjölskyldudagur fannst okkur tilvalin leið til að gera það.“

Kvennablaklið Þróttar í Neskaupstað státar ávallt af frambærilegum íþróttamanneskjum. Hvort einhver þeirra verður valin íþróttamanneskja ársins í Fjarðabyggð kemur senn í ljós. Mynd: Blakdeild Þróttar/Sigga Þrúða

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.