Ingibjörg í framboð til ritara VG

Ingibjörg Þórðardóttir, varaþingmaður og kennari við Verkmenntaskóla Austurlands, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram til ritara Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á landsfundi flokksins eftir rúma viku.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ingibjörgu sem birtist á vef flokksins í morgun. Þar fer hún yfir að hún hafi starfað innan flokksins í um tíu ár.

Áhugi hennar á jafnrétti og kvenfrelsi hafi orðið til þess að hún fór að taka þátt í flokksstarfinu, sem og umhverfismál, lýðræði og jafnréttismál í víðum skilningi. Það hafi verið „frelsandi og styrkjandi“ að finna samhljóm fyrir hugmyndum sínum sem fram að þessum tíma hafi verið „töluvert á skjöl við háværustu raddir Austfirðinga.“

Í tilkynningunni lýsir Ingibjörg yfir stuðningi af núverandi ríkisstjórnarsamstarfi og hún sé gífurlega stolt af bæði ráðherrum og þingmönnum flokksins við ríkisstjórnarborðið.

Ingibjörg hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn síðustu ár. Hún hefur verið varaþingmaður frá árinu 2013 og á þeim tíma fimm sinnum tekið sæti á Alþingi. Hún hefur verið í stjórn flokksins á landsvísu frá 2015 og er formaður kjördæmisráðs flokksins í Norðausturkjördæmi.

Áður hafði Una Hildardóttir, núverandi gjaldkeri og varaþingmaður úr Suðvesturkjördæmi, tilkynnt framboð til ritara. Framboðsfestur rennur út að kvöldi 18. október og kosið verður á landsfundinum daginn eftir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.