Íbúi við Fossgötu á Seyðisfirði ekki á leið heim í bráð

Hanna Christel Sigurkarlsdóttir einn af íbúum við Fossgötu á Seyðisfirði segir að hún og fjölskylda hennar séu ekki á leið heim í bráð. Eins og kunnugt er af fréttum var rýmingu aflétt af Fossgötu um helgina en hún hafði staðið í mánuð eða frá því að skriðuföllin hófust.


„Það er þannig að skriðan er beint fyrir framan nefið á okkur og því ætlum við aðeins að bíða og sjá til,“ segir Hanna Christel.

„Það eru einnig framkvæmdir í kringum húsið þar sem meðal annars á að veita læk í  stokk undir götunni fyrir framan húsið og ég á eftir að heyra betur í bæjaryfirvöldum um hvenær þeim framkvæmdum lýkur.“

Hanna Christel segir að sem stendur séu hún og fjölskyldan í ágætu húsnæði og geta verið þar áfram um tíma.

„Við þurfum líka tíma til að jafna okkur á þessu andlega, við tökum eitt skref í einu“ segir hún.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.