Íbúaþing á Borgarfirði um helgina

Verkefninu Brothættar byggðir verður hleypt af stokkunum á Borgarfirði eystra um helgina með íbúaþingi. Þingið er ætlað að vera veganestið fyrir verkefnið sem stendur í allt að fjögur ár.

Þingið stendur í tvo daga og er ekki fyrirfram mótuð dagskrá, heldur geta allir viðstaddir stungið upp á umræðuefnum, sem síðan eru rædd í smærri hópum. Fundað verður frá 11-16 á morgun laugardag og 11-15 á sunnudag. Ekki er nauðsynlegt að vera alla helgina, heldur er hægt að taka þátt í skemmri tíma.

Aðferðin kallast Opið rými, eða Open Space á ensku, á sér rúmlega 30 ára sögu og hefur gefist vel á íbúaþingum sem þessum. Umsjón með íbúaþinginu hefur Sigurborg Kr. Hannesdóttir, hjá ILDI.

Borgarfjörður var samþykktur inn í brothættar byggðir í ágúst. Byggðastofnun hefur yfirumsjón með verkefninu. Verkefnið miðar að því að aðstoða byggðir sem er í bráðum vanda vegna fólksfækkunar og erfiðleika í atvinnulífi.

Markmið þess er meðal annars að fá fram skoðanir íbúanna sjálfra á framtíðarmöguleikum byggðarinnar og leita lausna á þeim í samvinnu við fleiri aðila. Auk heimamanna og stofnunarinnar koma Austurbrú og Samband sveitarfélaga á Austurlandi að verkefninu á Borgarfirði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.