Íbúar verða enn í Breiðabliki þrátt fyrir myglu

Að undanförnu hefur verið unnið að endurbótum á húsnæði Breiðabliks, íbúðum aldraða í Neskaupstað, eftir að mygla fannst á mörgum stöðum í húsinu.

Áherslan í endurbótunum hefur verið að koma íbúðum hússins í lag en framkvæmdir munu standa yfir í langan tíma. Á meðan munum íbúar þurfa að búa við mygluna.

Forsaga málsins er sú að íbúar í Breiðabliki höfðum um langa hríð óskað eftir því að kannað yrði hvort mygla væri í húsnæði Breiðabliks og kom fram í frétt hjá Austurfrétt fyrr á þessu ári að Sveinn Árnason, einn íbúa Breiðabliks, sagði að íbúar hafi haft „áhyggjur af ástandinu sem setji bæði íbúa og starfsfólk í hættu.“ Starfsfólk fann einnig fyrir óþægindum sem talið var stafa af myglu og var föndursal Breiðabliks lokað vegna þess.


Fjarðabyggð ákvað að ráðast í heildarúttekt á húsnæðinu og réði verkfræðifyrirtækið EFLU til að sjá um sýnatöku. Sýnatakan fór fram í mars og apríl á þessu ári og í maí síðastliðnum var sveitarfélaginu birtar niðurstöður þeirrar rannsóknar.


Í ljós kom að húsnæðið var illa farið af myglu og hefur starfsfólki Breiðabliks verið tjáð að framkvæmdir geti tekið allt að þremur árum. Unnið hefur verið í því að gera þrjár íbúðir tilbúnar í sumar og búist er við því að íbúar þeirra flytji aftur inn í þær á næstu vikum.

Fleiri íbúðir verða teknar í gegn á næstunni og þá á m.a. eftir að ráðast í framkvæmdir á föndursal hússins sem enn er lokaður og þaki sem er illa farið. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framkvæmdir á þakinu en möguleikarnir sem Fjarðabyggð stendur frammi fyrir er að skipta um allt timbur í því eða að skipt verði um timbur að hluta.


„Myglan í húsinu er auðvitað mikið áhyggjuefni og ástandið ekki gott. Fólk finnur mismikið fyrir henni, og hún fer t.d. illa í sumt starfsfólk,“ segir Ólafía Waldorff starfsmaður Breiðabliks.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.