Orkumálinn 2024

Íbúafundur um ofanflóðamál á Eskifirði

Veðurstofa Íslands og sveitarfélagið Fjarðabyggð standa fyrir íbúafundi vegna ofanflóðamála á Eskifirði í kvöld.

Hluti bæjarins var rýmdur í desember eftir að sprungur komu fram í veginum upp í Oddsskarð. Þá féllu snjóflóð efst í fjallinu ofan bæjarins í vetur. Þau voru þó langt frá byggð.

Vöktun á svæðinu var strax stóraukin, meðal annars með nýjum mælitækjum. Á fundinum í kvöld fara fulltrúar Veðurstofunnar yfir stöðu vöktunar og sitja fyrir svörum.

Fundurinn verður í Eskifjarðarskóla og hefst klukkan 20:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.