Íbúafundur um brunavarnir í Fljótsdal

Íbúafundur verður haldinn í dag um brunavarnir í Fljótsdalshrepps. Þar verður meðal annars farið yfir brunavarnir í útihúsum og gróðurelda.

Fljótsdælingar hafa um nokkurt skeið haft áhyggjur af gróðureldum samhliða vaxandi skógrækt á svæðinu. Þá hafa orðið þar tveir allstórir brunar síðustu misseri, annars vegar í baðhúsi Óbyggðasetursins vorið 2021 og í útihúsum við bæinn Víðivelli ytri I í febrúar.

Á dagskrá fundarins í dag eru umræður um frauðplast og rafmagn í útihúsum, vatnstökustaðir, viðhald og meðferð slökkvitækja, ruslabrennur og sinueldar og möguleiki á slökkvibúnaði sem staðsettur yrði í sveitinni fyrir heimafólk sem væri á undan slökkviliði.

Framsögumenn verða Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkvistjóri hjá Brunavörnum Múlaþings og Kjartan Benediktsson, hreppsnefndarmaður og björgunarsveitarmaður.

Fundurinn hefst í félagsheimilinu Végarði klukkan 17:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.